Leggja til bann við kynferðislegri misnotkun dýra Erla Hlynsdóttir skrifar 12. janúar 2011 11:52 Mynd úr safni AFP Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. Gagnger endurskoðun á dýraverndarlögum stendur yfir og er vonast til að nefndin nái að skila tillögum sínum tímanlega fyrir vorþingið. Dýraverndarsamband Íslands sendi nefndinni erindi þar sem lögð var áhersla á að samfarir og önnur kynferðismök við dýr verði bönnuð með skýrum lagaákvæðum.Hvergi talað um misnotkun Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Aðeins hafa rúmlega 80 lönd í heiminum skýr ákvæði um að kynmök fólks við dýr teljist misnotkun, en Holland og Bretland bættust nýlega í hóp þeirra landa.Innbrot í gripahús Kynferðisleg misnotkun dýra er af ýmsu tagi, allt frá því sem fólkið sem þar kemur við sögu lítur á sem innileg atlot, til ofbeldisfullra verknaða þar sem dýrin verða sannarlega fyrir líkamlegum skaða og er augljóslega glæpsamlegt dýraníð. Þessu fylgja jafnvel húsbrot, innbrot í gripahús eða að fólk fer í óleyfi inn á afgirt beitilönd. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, bendir á að fyrir liggja trúverðugar upplýsingar um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ólafur hefur aflað sér er fólk sem hefur kynmök við dýr ekki einsleitur hópur. Um er að ræða konur og karla, gagnkynhneigða og samkynhneigða, einhleypa og gifta, á ýmsum aldri.Dýravændishús erlendis Að sögn Ólafs hefur misnotkun dýra orði hluti af hinum svokallaða kynlífsiðnaði á síðustu áratugum. Þannig hafa dýravændishús verið sett á laggirnar, auk þess sem klámmyndir hafa verið gerðar með fólki sem hefur samfarir við dýr. Hvorki Ólafur né Kristinn hafa upplýsingar um umfang kynferðislegrar misnotkunar dýra hér á landi en báðir telja þeir að um einstök undantekningartilfelli sé að ræða. Á síðustu áratugum hafa örfá slík mál ratað í fjölmiðla. Engu að síður þykir þeim mikilvægt að lögbinda bann við kynferðislegri misnotkun á dýrum, með velferð dýranna að leiðarljósi. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. Gagnger endurskoðun á dýraverndarlögum stendur yfir og er vonast til að nefndin nái að skila tillögum sínum tímanlega fyrir vorþingið. Dýraverndarsamband Íslands sendi nefndinni erindi þar sem lögð var áhersla á að samfarir og önnur kynferðismök við dýr verði bönnuð með skýrum lagaákvæðum.Hvergi talað um misnotkun Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Aðeins hafa rúmlega 80 lönd í heiminum skýr ákvæði um að kynmök fólks við dýr teljist misnotkun, en Holland og Bretland bættust nýlega í hóp þeirra landa.Innbrot í gripahús Kynferðisleg misnotkun dýra er af ýmsu tagi, allt frá því sem fólkið sem þar kemur við sögu lítur á sem innileg atlot, til ofbeldisfullra verknaða þar sem dýrin verða sannarlega fyrir líkamlegum skaða og er augljóslega glæpsamlegt dýraníð. Þessu fylgja jafnvel húsbrot, innbrot í gripahús eða að fólk fer í óleyfi inn á afgirt beitilönd. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, bendir á að fyrir liggja trúverðugar upplýsingar um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ólafur hefur aflað sér er fólk sem hefur kynmök við dýr ekki einsleitur hópur. Um er að ræða konur og karla, gagnkynhneigða og samkynhneigða, einhleypa og gifta, á ýmsum aldri.Dýravændishús erlendis Að sögn Ólafs hefur misnotkun dýra orði hluti af hinum svokallaða kynlífsiðnaði á síðustu áratugum. Þannig hafa dýravændishús verið sett á laggirnar, auk þess sem klámmyndir hafa verið gerðar með fólki sem hefur samfarir við dýr. Hvorki Ólafur né Kristinn hafa upplýsingar um umfang kynferðislegrar misnotkunar dýra hér á landi en báðir telja þeir að um einstök undantekningartilfelli sé að ræða. Á síðustu áratugum hafa örfá slík mál ratað í fjölmiðla. Engu að síður þykir þeim mikilvægt að lögbinda bann við kynferðislegri misnotkun á dýrum, með velferð dýranna að leiðarljósi.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels