Erlent

Hannaði handtökuforrit fyrir mótmælendur

Frá handtökum við Occupy mótmælin. Forritið var reyndar ekki tilkomið þegar þessir herramenn voru handteknir.
Frá handtökum við Occupy mótmælin. Forritið var reyndar ekki tilkomið þegar þessir herramenn voru handteknir. Mynd / AFP
Alls hafa níu þúsund einstaklingar niðurhalað nýjasta smáforritinu (app). Það er handtökurforritið sem forritarinn Jason Van Anden bjó til.

Jason, sem er sjálfur frá Brooklyn-hverfinu í New York, ákvað að hanna forritið fyrir mótmælendur fyrir utan Wall Street, sem taka þátt í Occupy - mótmælunum.

Forritið virkar þannig að þeir sem eiga android síma geta halað forritinu niður, en Jason vinnur reyndar að því að aðlaga forritið að iPhone símum. Þegar þeir sem hlóðu forritinu niður eru handteknir ýta þeir á einn takka, og allir sem þeir vilja, vita þá að það er verið að handtaka þá.

Eins og fyrr segir, þá mælist forritið ágætlega fyrir þar sem níu þúsund hafa sótt það síðan á mánudag. Sjálfur veit Jason ekki hvort einhver hafi notað forritið enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×