Erlent

Velti traktor og slasaði 28 manns

Eins og sést af skjáskotinu þá hefði getað farið verr.
Eins og sést af skjáskotinu þá hefði getað farið verr. Skjáskot af sandurskyregister.com
Michael Hermes, 47 ára gamall bóndi frá Ohio í Bandaríkjunum, lýsti yfir sakleysi sínu þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag, fyrir að aka traktor með tengivagni undir áhrifum áfengis.

Alls voru 28 einstaklingar á tengivagninum þegar Hermes velti honum síðastliðið laugardagskvöld.

Nokkrir farþeganna brutu bein í líkama sínum í byltunni á meðan öðrum var einfaldlega brugðið. Það þykir hinsvegar ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr.

Lögreglan, sem kom fyrst á vettvang, segist hafa fundið opnar áfengisflöskur á vettvangi. Þegar þeir báðu Hermes um að blása í áfengismæli neitaði hann staðfastlega.

Hermes hefur verið ákærður fyrir hættulega árás gagnvart farþegunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×