Skólastjóri London School of Economics, sir Howard Davies, hefur sagt upp störfum hjá skólanum vegna fjárhagslegra tengsla við Líbíu.
Meðal annars fékk skólinn eina og hálfa milljón punda í styrk frá syni Gaddafis sem fékk svo doktorsnafnbót að launum.
Þá greindi Daily Telegraph frá því í gær að skólinn hefði skuldbundið sig til þess að þjálfa upp nokkurskonar elítu í Líbíu til þess að taka við efnahagsstjórn landsins í framtíðinni. Fyrir það átti skólinn að fá 300 þúsund pund.
Skólastjórinn sagði orðspor skólans mikilvægt. Því segði hann upp.
