Segir geðlækni kynna rítalín eins og snákaolíu 5. júní 2011 11:25 Gunnar Smári Egilsson er harðorður í pistli sem hann skrifar um rítalín. Nýkjörinn formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, gagnrýnir geðlækninn Grétar Sigurbergsson, harðlega í grein sem hann skrifar á vef SÁÁ og ber yfirskriftina: Rítalín hneykslið. Þar sakar hann Grétar um að byggja vísindalegar niðurstöður sínar á hæpnum grunni, og bætir við: „Ekkert í þessum útskýringum minnir á hlutlæg vísindi. Þarna rennur saman vitnisburður um árangur (samskonar before and after og fylgir jafnt trúboði um sölu á hverskyns snákaolíu)". Gunnar vitnar þar í viðtal við Grétar sem ber yfirskriftina: „Árangurinn er oft stórkostlegur". Tilefni viðtalsins við Grétar í Læknablaðinu er erindi sem hann flutti á Læknadögum á málþingi um ADHD um rítalínmeðferð fullorðinna. Þar segir að Grétar hafi kynnti sér þessa meðferð sem yfirlæknir réttargeðdeildarinnar á Sogni árið 1993. Gunnar Smári skrifar síðan í grein sinni: „Það er enn hart deild um ADHD og engin sátt um þessa greiningu í sjónmáli. Eftir sem áður er greiningu á ADHD beitt á börn víða um lönd. Hvort ADHD greinist hjá fullorðnum er síðan enn umdeildara. Formaður Læknafélags Íslands sagðist til dæmis í Kastljósi í vikunni enn ekki hafa séð sannanir þess að slík greining stæðist eða að lyfjameðferð byggðri á slíkri greiningu gerði gagn." Gunnar bendir á í upphafi greinar sinnar að kostnaður sjúkratrygginga vegna lyfja við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) voru í fyrra tæplega 700 milljónir króna. Þar af var kostnaður vegna metýlfenídat, eða rítalíns, um 550 milljónir. Um helmingi þessara lyfja var ávísað á fullorðna einstaklinga. Gunnar segir að fyrir árið 2004 hafi mest af rítalíni á Íslandi verið ávísað á börn. Síðan þá hefur lyfseðlum til barna fjölgað en ekki umtalsvert. Aukningin hefur svo til öll verið í ávísun rítalíns á fullorðna. Gunnar Smári spyr svo: „Getur verið að innan læknisfræðinnar séu stunduð greining og meðferð byggð á svona tæpum grunni? Og getur verið að kostnaði vegna hennar sé velt yfir á almenning án þess að nokkurra spurninga sé spurt?" Hann segir kenningar Grétars minna á stjörnuspeki eða nýaldar-heilsufræði frekar en það sem kalla má raunveruleg vísindi. Grein Gunnars Smára má lesa hér í heild sinni. Greinar Grétars má nálgast hér og hér. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Nýkjörinn formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, gagnrýnir geðlækninn Grétar Sigurbergsson, harðlega í grein sem hann skrifar á vef SÁÁ og ber yfirskriftina: Rítalín hneykslið. Þar sakar hann Grétar um að byggja vísindalegar niðurstöður sínar á hæpnum grunni, og bætir við: „Ekkert í þessum útskýringum minnir á hlutlæg vísindi. Þarna rennur saman vitnisburður um árangur (samskonar before and after og fylgir jafnt trúboði um sölu á hverskyns snákaolíu)". Gunnar vitnar þar í viðtal við Grétar sem ber yfirskriftina: „Árangurinn er oft stórkostlegur". Tilefni viðtalsins við Grétar í Læknablaðinu er erindi sem hann flutti á Læknadögum á málþingi um ADHD um rítalínmeðferð fullorðinna. Þar segir að Grétar hafi kynnti sér þessa meðferð sem yfirlæknir réttargeðdeildarinnar á Sogni árið 1993. Gunnar Smári skrifar síðan í grein sinni: „Það er enn hart deild um ADHD og engin sátt um þessa greiningu í sjónmáli. Eftir sem áður er greiningu á ADHD beitt á börn víða um lönd. Hvort ADHD greinist hjá fullorðnum er síðan enn umdeildara. Formaður Læknafélags Íslands sagðist til dæmis í Kastljósi í vikunni enn ekki hafa séð sannanir þess að slík greining stæðist eða að lyfjameðferð byggðri á slíkri greiningu gerði gagn." Gunnar bendir á í upphafi greinar sinnar að kostnaður sjúkratrygginga vegna lyfja við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) voru í fyrra tæplega 700 milljónir króna. Þar af var kostnaður vegna metýlfenídat, eða rítalíns, um 550 milljónir. Um helmingi þessara lyfja var ávísað á fullorðna einstaklinga. Gunnar segir að fyrir árið 2004 hafi mest af rítalíni á Íslandi verið ávísað á börn. Síðan þá hefur lyfseðlum til barna fjölgað en ekki umtalsvert. Aukningin hefur svo til öll verið í ávísun rítalíns á fullorðna. Gunnar Smári spyr svo: „Getur verið að innan læknisfræðinnar séu stunduð greining og meðferð byggð á svona tæpum grunni? Og getur verið að kostnaði vegna hennar sé velt yfir á almenning án þess að nokkurra spurninga sé spurt?" Hann segir kenningar Grétars minna á stjörnuspeki eða nýaldar-heilsufræði frekar en það sem kalla má raunveruleg vísindi. Grein Gunnars Smára má lesa hér í heild sinni. Greinar Grétars má nálgast hér og hér.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira