Sport

Pennant: Útivallagrýlan skal stöðvuð

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pennant í leik með Stoke
Pennant í leik með Stoke MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY
Jermaine Pennant leikmaður Stoke City trúir að lið hans nái að hrista af sér útivallarslenið í dag þegar Stoke sækir Everton heim í beinni útsendingu á Sport 3 klukkan 15.

Stoke hefur aðeins náð í fjögur stig á útivelli í sex leikjum, aðeins Swansea er með lakari árangur á útivelli í ensku úrvalsdeildinni það sem af er vetri með tvö stig. Stoke hefur tapað fjórum útileikjum í röð en öll töpin hafa komið í kjölfar leikja liðsins í Evrópudeildinni.

Stoke tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vikunni og hefur Jermaine Pennant fulla trú á að liðið nái að snúa við blaðinu og sigra á Goodison Park í dag.

"Gengi okkar á útivelli er ekki það besta og eitthvað sem við þurfum að leiðrétta," sagði Pennant.

"Við höfum talað um árangur okkar og þessu þurfum við að breyta. Vonandi getum við byrjað mánuðinn á því að sækja stig á Goodison," sagði Pennant en Stoke hefur aðeins skorað þrjú mörk í leikjunum sex fjarri Britannia leikvanginum og fengið á sig 15 mörk.

"Það er erfitt að leika alla þessa leiki og maður finnur fyrir þreytu í líkamanum en þetta er það sem við fáum greitt fyrir að gera og allir leikmenn njóta leikjanna, ég er engin undantekning á því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×