Erlent

Bretland slítur tengsl við íranska fjármálakerfið

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands. mynd/AFP
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að Bretlandi muni beita nýjum refsiaðgerðum gegn Íran. Öllum viðskiptatengslum við íranska fjármálakerfið verður slitið.

Tilkynningin fylgir í kjölfarið á athugasemdum Alþjóðakjarnorkusmálastofnunnar um kjarnorkuáætlun Írans. Osborne sagði að íranska bankakerfið fjármagni kjarnorkuvopnasmíði landsins og slíkt verði ekki liðið.

Frá og með mánudegi verður breskum fjármálastofnunum gert að slíta tengslum við Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×