Sport

Rússneska sjónvarpið breytir bauli í fögnuð

Pútín tekur í höndina á Fedor Emelianenko, bardagakappa.
Pútín tekur í höndina á Fedor Emelianenko, bardagakappa. mynd/AFP
Það vakti mikla athygli þegar áhorfendur á glímukeppni í Moskvu bauluðu á sitjandi forsætisráðherra landsins, Vladímír Pútín. Á myndbandsupptökum sést Pútín heldur vandræðalegur eftir að hann steig inn í hringinn eftir bardagann. En þegar opinber sjónvarpsstöð í Rússlandi spilaði myndbandið var baulið horfið.

Pútín mætti á glímukeppnina til að styðja Fedor Emelianenko en hann keppir í blönduðum bardagalistum. Emelianenko bar sigur úr býtum og Pútín ákvað að grípa tækifærið og stíga inn í hringinn og fara með nokkur orð um ágæti kappans.

En Pútín fékk kaldar kveðjur frá áhorfendum. Það þótti því heldur sérstakt þegar opinber sjónvarpsstöð spilaði upptökuna - baulið var horfið og Pútín var ákaft fagnað af áhorfendum.

Með hjálp internetsins hefur myndbandið tekist á flug og hefur mikill fjöldi fólks horft á það.

Vinsældir Pútíns eru gríðarlegar í Rússlandi og því fær hann sjaldnast jafn neikvæðar viðtökur og raun bar vitni.

Hægt er að sjá upprunalega myndið hér - útgáfa rússneska sjónvarpsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×