Íslenski boltinn

Ásgeir verður ekki með þungarokksþátt á X-inu - semur við Fylki

Ásgeir Börkur.
Ásgeir Börkur. mynd/valli
Miðjumaðurinn grjótharði, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, mun ekki söðla um heldur halda áfram að spila með Fylki næsta sumar. Samningur hans við félagið var á enda runninn og báru nokkur lið víurnar í leikmanninn.

Samkvæmt heimildum fótbolta.net mun Ásgeir skrifa undir nýjan samning við Fylki í vikunni. Ásgeir Börkur er 24 ára gamall og uppalinn hjá félaginu.

Hann mun því ekki taka boði útvarpsmannsins Þorkels Mána Péturssonar sem bauð Ásgeiri að vera með þungarokksþátt á X-inu ef hann færi í Stjörnuna.

Ásgeir er mikill þungarokkari og söng hér áður í harðkjarnasveit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×