Erlent

Monti kynnir efnahagsaðgerðir sínar í dag

Mario Monti nýr forsætisráðherra Ítalíu mun kynna efnahagsaðgerðir sínar í öldungadeild ítalska þingsins í dag.

Ekkert hefur lekið út um í hverju þær aðgerðir verða fólgnar en fastlega er reiknað með að aðgerðirnar verði í stíl við kröfur Evrópusambandsins.

Monti þarf að takast á við það risavaxna verkefni að minnka opinberar skuldir Ítalíu sem nema 1.900 milljörðum evra og byggja upp hagvöxt í landinu um leið. Eins og fram kom í fréttum í gærdag mun Monti fara með embætti fjármálaráðherra í hinni nýju stjórn sinni samhliða forsætisráðherraembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×