Erlent

Anonymous hættir við árás á glæpagengi

Anonymous hefur hætt við að birta upplýsingar um Zeta.
Anonymous hefur hætt við að birta upplýsingar um Zeta.
Talið er að tölvuþrjótasamtökin Anonymous hafi hætt við að afhjúpa meðlimi mexíkóska fíkniefnagengisins Zeta. Áætlanir Anonymous virðast hafa orðið að engu þegar fréttir bárust af viðbrögðum Zeta við uppátækinu.

Öryggisfyrirtækið Stratford greindi frá því að Zeta hafi ráðið tölvusérfræðinga til að finna meðlimi Anonymous.

Einnig eru sögusagnir um að meðlimir Anonymous séu efins um að Zeta hafi rænt liðsmanni hópsins. Mannránið var kveikjan að aðgerðinni en nú er alls óvíst hvort að meðlimur Anonymous hafi verið numin á brott.

Liðsmönnum Zeta er afar illa við að upplýsingum um þá sé lekið á netið. Í september á þessu ári var kona limlest og myrt vegna skrifa um gengið. Hjá líkinu fannst handskrifaður miði sem varaði bloggara og blaðamenn við að birta upplýsingar um Zeta á internetinu.

Talsmenn Stratford sögðu að aðgerð Anonymous gæti haft skelfilegar afleiðingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×