Innlent

Hvalkjöt fjarlægt úr Leifsstöð - smyglarar sektaðir um tæpa milljón

Hvalshræ.
Hvalshræ.
Hvalkjöt hefur verið fjarlægt út verslun Inspired by Iceland í Leifsstöð sem er í raun 10-11 verslun.

Samkvæmt frétt sem birtist um málið í Guardian í gær kemur fram að hvalkjötið hafi verið fjarlægt úr versluninni í gærkvöldi vegna harðrar gagnrýni frá breskum náttúruverndasamtökum.

innflutningur á hvalkjöti er bannaður í löndum Evrópusambandsins og því eru ferðamenn varaðir við því að kaupa slíkar vörur á Íslandi því þeir geti verið sektaðir fyrir lögbrot smygli þeir kjötinu til landa innan ESB.

Sé maður gómaður með hvalkjötið má maður vænta sekt upp á fimm þúsund pund, eða eða rúmleg 900 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×