Innlent

Hnúfubakar hrella brimbrettakonu - ótrúlegt myndband

Litlu munaði að kona ein í Californíu endaði í gini hvals á dögunum. Hún var á brimbretti undan ströndinni í Santa Cruz þegar tveir stærðarinnar hnúfubakar stökkva upp úr sjónum. Hnúfubakarnir komust í feitt þegar torfa af ansjósum synti fram hjá og voru ekki á þeim buxunum að láta konuna á brimbrettinu trufla sig við þá iðju að skófla fiskinum upp í ginið.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem litlu munar á því að illa fari undan strönd Santa Cruz og hafa yfirvöld nú varað fólk við því að vera ekki nær en sem nemur um 100 metrum frá þeim svæðum þar sem hvalirnir næra sig. Barbara Roettger, sú sem tók myndskeiðið, segist í framtíðinni ætla að stunda hvalaskoðun frá fastalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×