Erlent

Krefjast rannsóknar á drápi Gaddafís

Kanna þarf aðdragandann að því þegar Múammar Gaddafí fyrrverandi einræðisherra Líbíu var tekinn af lífi í gær. Þetta segir talsmaður mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Óljóst er enn hvernig dauða hans bar að og segir talsmaðurinn mikilvægt að skera úr um hvort hann hafi hlotið banasár sín í bardaga eða eftir að hann var handsamaður.

Raunar virðast þær myndir sem birtar hafa verið af atburðinum benda sterklega til þess að hann hafi hreinlega verið tekinn af lífi. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa einnig krafist þess að málið verði rannsakað ítarlega og þá hefur ekkja Gaddafís biðlað til Sameinuðu þjóðanna um að drápið verði rannsakað.


Tengdar fréttir

Gaddafí handsamaður - særður á báðum fótum

Talsmenn Líbíska þjóðarráðsins, bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í landinu segja að Múammar Gaddafí fyrrverandi einræðisherra landsins hafi verið handsamaður. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmönnunum að einræðisherrann sé á lífi en að hann hafi særst á báðum fótum.

Gaddafi grafinn á leynilegum stað í dag

Ákveðið hefur verið að grafa Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbíu á leynilegum stað í dag. Þetta kemur fram í máli talsmanns bráðabirgðastjórnar Líbíu í samtali við norska blaðið Verdens Gang.

Gaddafí fallinn - myndir birtar af líkinu

Varað er við myndum með þessari frétt. Reuters fréttastofan hefur eftir Abdel Majid talsmanni uppreisnarmanna í Líbíu að Gaddafí hafi særst skotsári á höfði sem hafi dregið hann til dauða. Þetta hefur þó ekki verið formlega staðfest fremur en fyrri fregnir. Majid fullyrti fyrir hádegið að Gaddafí hafi verið handsamaður og að hann hafi særst á báðum fótum.

NATO mun hverfa frá Líbíu

Atlantshafsbandalagið mun hætta hernaðaraðgerðum í Líbíu, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Samvinna verður um það við Sameinuðu þjóðirnar og bráðabirgðastjórnina í Líbíu. Eins og kunnugt er var Gaddafi, fyrrum Líbíuleiðtogi, felldur í dag.

Leiðtogi uppreisnarmanna staðfestir fall Gaddafís

Forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Líbíu hefur nú staðfest að Múammar Gaddafí, einræðisherra landsins til fjörutíu ára, hafi verið skotinn til bana fyrir utan bæinn Sirte í dag. Mahmoud Jibril starfandi forsætisráðherra landsins hélt blaðamannafund í höfuðborginni Trípólí þar sem hann staðfesti fréttirnar og sagði hann um leið að nú væri tími til kominn að koma á fót nýrri sameinaðri Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×