Erlent

Pillan einnig vörn gegn krabbameini

Talið er að rannsóknin sé mikilvæg fyrir þær konur sem hafi forsögu krabbameins í eggjastokkum í fjölskyldu sinni.
Talið er að rannsóknin sé mikilvæg fyrir þær konur sem hafi forsögu krabbameins í eggjastokkum í fjölskyldu sinni. mynd/WIKIPEDIA
Vísindamenn telja að getnaðarvarnartöflur séu góð forvörn við krabbameini í eggjastokkum. Niðurstöður rannsóknar voru birtar í The British Journal of Cancer sem sýna að konur sem taka pilluna yfir tíu ára tímabil eru helmingi ólíklegri til að þróa krabbameinið.

Dr. Richard Edmondson, einn af rannsakendum, segir þó að auknar líkur séu á brjóstakrabbameini hjá konum sem taka pilluna. Sú aukning sé þó afar lítil.

Um 300.000 konur tóku þátt í rannsókninni og fylgst var með þeim í tíu ár.

Edmondson telur að fyrir hverjar 100.000 konur sem taka pilluna í tíu ár þá megi gera ráð fyrir 50 tilfellum brjóstakrabbameins aukalega á meðan tilfellum krabbameins í eggjastokkum fækkar um 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×