Erlent

Sigaði lögreglunni á viðhaldið - sagði að hún væri vopnaður þjófur

Lögreglan í Bandaríkjunum. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan í Bandaríkjunum. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
24 ára gamall karlmaður í Colarado í Bandaríkjunum sigaði lögreglunni á viðhaldið eftir að kærasta hans kom óvænt heim á undan.

Samkvæmt fréttavef Gazette hitti maðurinn viðhaldið á vefnum Craigslist (sem er nokkurskonar einkamálavefur) og bauð konunni í heimsókn seint í gærkvöldi.

Áður en viðhaldið kom í heimsókn kom kærasta mannsins óvænt heim. Þegar viðhaldið bankaði svo á hurðina brá maðurinn á það ráð, til þess að sannfæra kærustuna um að hann kannaðist ekkert við konuna, að hringja á lögregluna.

Í tilkynningunni kom fram að maðurinn hefði sagt að innbrotsþjófur væri að reyna að brjóta niður útidyrahurðina og væri að auki vopnaður skammbyssu. Þetta varð til þess að fimm lögreglumenn voru sendir á vettvang.

Viðhaldið var handtekið og fært niður á lögreglustöð. Eftir að hafa útskýrt sína hlið á málinu sektuðu þeir manninn fyrir að blekkja lögregluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×