Erlent

Krókódílar valda skelfingu meðal íbúa Bangkok

Taílensk stjórnvöld hafi lofað um 3.000 króna verðlaunum fyrir hvern krókódíl sem tekst að fanga á lífi.
Taílensk stjórnvöld hafi lofað um 3.000 króna verðlaunum fyrir hvern krókódíl sem tekst að fanga á lífi.
Íbúar Bangkok eru margir hverjir skelfingu lostnir því að um 100 krókódílar eru nú svamlandi um í flóðunum sem sett hafa stóran hluta af borginni undir vatn.

Krókódílarnir sluppu úr nærliggjandi krókódílabúgörðum þegar flóðin brutu niður varnargarða í kringum búgarðana.

Í frétt um málið í The New York Times segir að taílensk stjórnvöld hafi lofað um 3.000 króna verðlaunum fyrir hvern krókódíl sem tekst að fanga á lífi.

Ekkert lát er á flóðunum í Taílandi og í höfuðborginni Bangkok eru nú um 100.000 manns á vergangi vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×