Erlent

Borgarstjóri Parísar fordæmir mótmæli öfga kristinna við leikhús

Mótmæli fyrir utan leikhúsið.
Mótmæli fyrir utan leikhúsið. Mynd AP
Öfgahópur kristinna einstaklinga hafa verið fordæmdir af borgarstjóra Parísarborgar en hópurinn mótmælir heiftúðlega fyrir utan leikhús í borginni í hvert skiptið sem sýningin „On the Concept of the Son of God's Face“ er sett upp.

Leikritið þykir ögrandi en það fjallar um mann sem er að eldast og tekst á við föður sinn sem skortir alla sjálfsstjórn. Hluti af sviðsmyndinni er stór andlitsmynd af Jesú en í lok sýningarinnar kastar söguhetjan hlut í andlitsmyndina.

Þetta virðist hafa farið svo mikið fyrir brjóstið á kristnu mótmælendunum að þeir taka sér stöðu fyrir utan leikhúsið vopnaðir krossum og slagorðum. Einu sinni fóru þeir inní leikhúsið og mótmæltu á meðan sýningunni stóð.

Óeirðarlögreglan hefur þurft að vakta leikhúsið á meðan sýningum stendur og hafa mótmælendum og lögreglu oftsinnis lent saman.

Borgarstjóri Parísar, Bertrand Delanoe, fordæmir umburðarleysi mótmælendanna og vanvirðingu við tjáningarfrelsið.

Leikstjóri sýningarinnar hafa ítrekað borist líflátshótanir. Í viðtali við fréttavef AP segir hann að sýningin verði engu að síður að halda áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×