Innlent

Ákærður fyrir tvær líkamsárásir á Gamlárskvöld

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint úr safni
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir tvær líkamsárásir um áramótin síðustu. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa rúmlega hálft gramm af marijúana í fórum sínum í maí á þessu ári.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa kýlt annan mann hnefahöggi í andlitið á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut meðal annars skurð á augabrún og blæðingu í auga. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á annan mann á veitingastað sama kvöld og kýlt hann hnefahöggi í andlitið.

Maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar en þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×