Innlent

Mæðrastyrksnefnd fékk 250 bíómiða, popp og gos

Ragnhildur Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar
Ragnhildur Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar mynd/Haraldur Jónasson
Mæðrastyrksnefnd hefur verið gefið 250 aðgöngumiða á myndina Hetjur Valhallar - Þór og einnig gjafamiða yfir poppi og gosi.

Það er Títan, fjárfestingafélag Senu og CAOZ, sem stendur á bakið við gjöfina en með þessu vildu fyrirtækin stuðla að því að sem flestir sjá myndina sem verður heimsfrumsýnd þann 14. október á 11 stöðum og í 24 bíósölum um land allt.

Myndin er fyrsta þrívíddarteiknimyndin í fullri lengd og fjallar um uppvaxtarár þrumuguðsins Þórs. Í tilkynningu segir að myndin höfði til allra aldurshópa.

Það var hin sjö ára Snædís Baldursdóttir, sem afhenti Ragnhildi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mæðrastyrksnefndar, aðgöngu- og gjafamiðana, fyrir hönd Títans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×