Innlent

„Hvílík skepna hefur þessi biskup verið“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Skúlason gegndi embætti biskups Íslands.
Ólafur Skúlason gegndi embætti biskups Íslands.
„Hvílík skepna hefur þessi biskup verið," segir séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, um Ólaf Skúlason. Tilefnið er viðtalsþáttur við dóttur Ólafs, Guðrúnu Ebbu, sem sýndur var á RÚV í gær.

„Ég fylltist óhug yfir sjónvarpinu í gær og sit hér morguninn eftir sem lamaður," segir Baldur í pistli sem hann kallar ,,Skriftamál uppgjafaprests" og birtist á Eyjunni. Séra Baldur var biskupsritari í biskupstíð Ólafs. Hann segir í pistlinum að fjölskylda Ólafs hafi verið mjög elskuleg og góð, eins og hann hafi kynnst henni. Fyrirmyndarfjölskylda. 

Baldri var sagt upp störfum á Biskupsstofu eftir að Ólafur Skúlason hætti sem biskup. „Það kom mér í opna skjöldu. Ég hafði verið í óvinsælli eldlínu í þrjú og ár og hafði einhvern veginn ekki búist við því að vera settur út á tröppur. Þegar ég fór að sækja um atvinnleysisbætur hélt fólkið í afgreiðslunni og röðinni að ég væri að grínast. Ég fór ekki aftur. Var atvinnlaus í hálft ár,“ segir Baldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×