Innlent

Beit í þumalfingur lögreglumanns

Mynd/365
Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa ráðist á lögreglumann á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ í mars á þessu ári. Hann beit lögreglumanninn í þumalfingur með þeim afleiðingum að hann hlaut tveggja sentimetra langan skurð. Maðurinn játaði brott sitt fyrir dómi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir brot á hegningarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×