Erlent

Hræddur hundur slær í gegn á netinu

Myndband af hundi sem er dauðhræddur við mynd af leikkonunni Juliu Roberts fer eins og eldur í sinu um netheima.

Í myndbandinu sést eigandi hundsins, sem er af tegundinni Husky, skoða auglýsingu frá snyrtivörufyrirtækinu Lancôme þar sem er stór mynd af Juliu Roberts. Þegar hann sýnir hundinum myndina verður hann dauðhræddur og hleypur í burtu.

Þegar eigandinn lokar svo blaðinu aftur kemur hundurinn er hleypur svo í burtu þegar blaðið er opnað.

Hægt er að sjá þessa skemmtilegu klippu með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×