Innlent

Vill að biskup víki

Séra Sigfinnur Þorleifsson segir að biskup eigi að víkja en það er RÚV sem greindi frá. Séra Sigfinnur, var í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 fyrr í dag. Þar sagði hann:

„Þá finnst mér að Karl myndi gera rétt í því að stíga til hliðar. Ég veit að honum þykir vænt um það erindi sem okkur er trúað fyrir og ég held að hann yrði maður að meiri að gera það.“

Sigfinnur segir fullreynt að biskup geti leyst úr málum vegna kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar heitins biskups.

Sigfinnur fór ásamt Sólveigu Önnu Anna Bóasdóttur, deildarforseta guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands, með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur á fund kirkjuráðs í fyrra.

Frétt RÚV um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×