Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" 11. október 2011 13:54 Þorsteinn við þingfestingu málsins. „Vond," sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í dag sagði saksóknari að hann muni ekki leiða syni Þorsteins og Sivjar sem vitni í málinu á þeirri forsendu að þeir hafi skorast undan vitnaskyldu. Þorsteinn neitaði sök en játaði að hafa sett búnaðinn í bílinn. „Ég vil andmæla því að þetta sé staðsetningarbúnaður heldur er þetta ökuriti. Þetta er sett sem ökuriti. Ég tók þetta á leigu til að fylgjast með og fá aksturseinkunn á son minn sem var að fá bílpróf. Það var tilgangurinn ekki að staðsetja fólk. Það er bara rangt orðalag að kalla þetta staðsetningarbúnað," sagði hann og undirstrikaði að hann hefði tekið búnaðinn á leigu að hann hafi verið ökuriti. Hann sagði að tilgangurinn hafi ekki verið að fylgjast með ferðum Sivjar, enda hafi hann ekki vitað að hægt væri að skoða staðsetningar bifreiðarinnar fyrr en „öll lætin" byrjuðu síðar á árinu 2010. Upphaflega var búnaðurinn settur í bíl af starfsmönnum fyrirtækis sem sérhæfir sig í því. Hann hafi sjálfur fært hann svo yfir í annan bíl sem sonur þeirra hafi notað í æfingaakstri. Þorsteinn sagði að Siv væri ekki umráðamaður bílsins og ætti hann ekki. Þorsteinn lýsti því þegar lögreglan kom á heimili hans til að boða hann í skýrslutöku. Hann hafi verið í símanum og farið svo til dyra. „Þeir hafa hótanir um það að ef ég komi ekki með viljugur niðureftir, þá muni þeir handtaka mig. Ef þeir verði ekki ánægðir með niðurstöðu yfirheyrslunnar muni þeir framkvæma húsleit. Eftir það elta þeir mig um allt hús og ég fæ leyfi til að hringja í lögmann og hann segir mér að henda þeim út. Þeir hringja svo í víkingarsveitarbíl og ég sagði við lögmann minn að ég ætli ekki að hafa lögregluleikrit á planinu hjá mér og færi bara með þeim." Þorsteinn sagði að kæran, sem Siv lagði fram fyrir lögreglu, væri „hreinn og klár sóðaskapur." Hann lýsir svo ferð sinni í Öskjuhlíðina með félaga sínum. „Kunningi minn var að fara bjóða sig fram til stjórnar í stangveiðifélaginu og hann var að suða í mér að bjóða mig fram í fulltrúaráð," sagði hann og sagði svo frá því næst hvernig hann hafi skyndilega séð Siv í Öskjuhlíðinni vera að „pukrast út í horni með manni sem er hennar vinur og ástmaður í dag," sagði hann og benti á að maðurinn væri háttsettur lögreglumaður og bætti við: „Framkoma lögreglunnar í þessu mál ber vott af því." Tengdar fréttir Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15 Krefst tveggja mánaða fangelsis yfir Þorsteini Það hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að fylgst hafi verið með ferðum Sivjar, sagði verjandi Þorsteins Húnbogasonar í dómsal í dag. 11. október 2011 16:40 Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
„Vond," sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í dag sagði saksóknari að hann muni ekki leiða syni Þorsteins og Sivjar sem vitni í málinu á þeirri forsendu að þeir hafi skorast undan vitnaskyldu. Þorsteinn neitaði sök en játaði að hafa sett búnaðinn í bílinn. „Ég vil andmæla því að þetta sé staðsetningarbúnaður heldur er þetta ökuriti. Þetta er sett sem ökuriti. Ég tók þetta á leigu til að fylgjast með og fá aksturseinkunn á son minn sem var að fá bílpróf. Það var tilgangurinn ekki að staðsetja fólk. Það er bara rangt orðalag að kalla þetta staðsetningarbúnað," sagði hann og undirstrikaði að hann hefði tekið búnaðinn á leigu að hann hafi verið ökuriti. Hann sagði að tilgangurinn hafi ekki verið að fylgjast með ferðum Sivjar, enda hafi hann ekki vitað að hægt væri að skoða staðsetningar bifreiðarinnar fyrr en „öll lætin" byrjuðu síðar á árinu 2010. Upphaflega var búnaðurinn settur í bíl af starfsmönnum fyrirtækis sem sérhæfir sig í því. Hann hafi sjálfur fært hann svo yfir í annan bíl sem sonur þeirra hafi notað í æfingaakstri. Þorsteinn sagði að Siv væri ekki umráðamaður bílsins og ætti hann ekki. Þorsteinn lýsti því þegar lögreglan kom á heimili hans til að boða hann í skýrslutöku. Hann hafi verið í símanum og farið svo til dyra. „Þeir hafa hótanir um það að ef ég komi ekki með viljugur niðureftir, þá muni þeir handtaka mig. Ef þeir verði ekki ánægðir með niðurstöðu yfirheyrslunnar muni þeir framkvæma húsleit. Eftir það elta þeir mig um allt hús og ég fæ leyfi til að hringja í lögmann og hann segir mér að henda þeim út. Þeir hringja svo í víkingarsveitarbíl og ég sagði við lögmann minn að ég ætli ekki að hafa lögregluleikrit á planinu hjá mér og færi bara með þeim." Þorsteinn sagði að kæran, sem Siv lagði fram fyrir lögreglu, væri „hreinn og klár sóðaskapur." Hann lýsir svo ferð sinni í Öskjuhlíðina með félaga sínum. „Kunningi minn var að fara bjóða sig fram til stjórnar í stangveiðifélaginu og hann var að suða í mér að bjóða mig fram í fulltrúaráð," sagði hann og sagði svo frá því næst hvernig hann hafi skyndilega séð Siv í Öskjuhlíðinni vera að „pukrast út í horni með manni sem er hennar vinur og ástmaður í dag," sagði hann og benti á að maðurinn væri háttsettur lögreglumaður og bætti við: „Framkoma lögreglunnar í þessu mál ber vott af því."
Tengdar fréttir Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15 Krefst tveggja mánaða fangelsis yfir Þorsteini Það hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að fylgst hafi verið með ferðum Sivjar, sagði verjandi Þorsteins Húnbogasonar í dómsal í dag. 11. október 2011 16:40 Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15
Krefst tveggja mánaða fangelsis yfir Þorsteini Það hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að fylgst hafi verið með ferðum Sivjar, sagði verjandi Þorsteins Húnbogasonar í dómsal í dag. 11. október 2011 16:40
Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45