Innlent

Refsivert verði að veita þinginu rangar upplýsingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir af ráðherrum núverandi ríkisstjórnar, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson.
Tveir af ráðherrum núverandi ríkisstjórnar, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Mynd/ Anton.
Það verður refsivert fyrir ráðherra að veita Alþingi vísvitandi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna þingið upplýsingum, samkvæmt nýju lagafrumvarpi sem fimm stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram. Slíkt er ekki refsivert samkvæmt núgildandi lögum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

„Það er mjög mikilvægt að Alþingi geti treyst því að upplýsingar, sem ráðherrar gefa því, séu fullnægjandi og sannleikanum samkvæmar og að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem hafa verulega þýðingu við meðferð máls,“ segir í greinagerð með frumvarpinu.

Frumvarp þessa efnis hefur tvisvar áður verið lagt fram á Alþingi en ekki verið afgreitt sem lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×