Erlent

Romney sigurvegari í kappræðum í gær

Herman Cain og Mitt Romney í kappræðunum í gær.
Herman Cain og Mitt Romney í kappræðunum í gær. mynd/AFP
Kappræður voru haldnar í New Hampshire í gær. Átta frambjóðendur Repúblikana komu saman til að berjast um útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Sérfræðingar segja að Mitt Romney, fyrrum fylkisstjóri Massachusetts, hafi borið sigur úr býtum. Samkvæmt skoðanakönnunum var Romney vinsælasti frambjóðandinn fyrir kappræðurnar og er talið að fylgi hans munu aukast í kjölfar góðrar framistöðu í gær.

Kosningabaráttan hefur verið mikil rússíbanareið og hafa vinsældir frambjóðenda sveiflast upp og niður. Fyrir kosningarnar voru helstu keppinautar Romney þeir Herman Cain og Rick Perry, núverandi fylkisstjóri Texas. Cain hefur engan haldbæran bakgrunn í pólitík en hann er þekktur viðskiptamaður í Bandaríkjunum.

Romney var gagnrýndur af Cain fyrir að hafa samþykkt ýmis frumvörp og áætlanir Bandaríkjaforseta, þar á meðal björgunarpakka bankanna og umbætur í heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Romney sagðist hafa samþykkt þessi frumvörp vegna þess að þau væru hagstæð fyrir Massachusetts. Hann bætti við að hann væri ekki að berjast um að vera kosinn fylkisstjóri Massachusetts, heldur sækist hann eftir embætti forseta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×