Erlent

Mikið atvinnuleysi í Bretlandi

Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið hærra í 17 ár.
Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið hærra í 17 ár. mynd/AFP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist vera afar vonsvikinn með nýjustu atvinnuleysistölur. Þær sýna 8.1% atvinnuleysi í Bretlandi. Hlutfallið hefur ekki verið jafn hátt í 17 ár.

Forsætisráðherrann sagði það vera harmleik hversu margir séu atvinnulausir og að nausynlegt væri að koma ungu fólki í störf sem fyrst. Helmingur fólks á aldrinum 16-24 ára er atvinnulaust í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×