Erlent

Berlusconi mun fara fram á traustsyfirlýsingu

Efasemdir hafa verið um hvort að ríkisstjórn Berlusconi geti tekist á við efnahagsvanda Ítalíu.
Efasemdir hafa verið um hvort að ríkisstjórn Berlusconi geti tekist á við efnahagsvanda Ítalíu. mynd/AFP
Talið er að ríkisstjórn Ítalíu muni bregðast við ummælum Giorgio Napolitano, forseta landsins, á morgun. Forsetinn gagnrýndi stjórnarhætti ríkisstjórnar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni kemur fram að Berlusconi muni mæla með traustsyfirlýsingu þingsins á morgun.

Líklegt þykir að kosningin verði haldin á föstudaginn næstkomandi. Takist ríkisstjórninni ekki að sýna fram á meirihluta í kosningunum mun Berlusconi þurfa að fara frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×