Enski boltinn

Hernandez framlengir við Man. Utd

Hernandez og Rooney hafa náð vel saman.
Hernandez og Rooney hafa náð vel saman.
Stuðningsmenn Man. Utd þurfa ekki að óttast að missa framherjann Javier Hernandez því hann er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Hernandez hefur slegið í gegn hjá United og skoraði 20 mörk fyrir félagið á síðustu leiktíð. Fyrir það fær hann nýjan og betri samning.

Frammistaða Mexíkóans hefur einnig orðið þess valdandi að hann er orðaður við önnur félög og Real Madrid hefur mikið verið nefnt í því sambandi upp á síðkastið. Það er nokkuð ljóst núna að Hernandez fer hvergi.

"Javier var ekki með slæman samning en það var samt hans fyrsti samningur og ekki hægt að bera þann samning við samning Wayne Rooney til að mynda. Það eru allir sáttir við nýja samninginn þó svo ég ætli ekki að segja upp á hvað hann hljóðar," sagði umbinn hans Hernandez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×