Vill sérstakan neyðarsjóð fyrir sveitarfélög í vandræðum 13. október 2011 11:57 Álftanes Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill setja upp sérstakan neyðarsjóð fyrir sveitarfélög sem lenda í greiðslu- og rekstrarvandræðum. Forsætisráðherra segir að skilgreina þurfi slíkan sjóð mjög þröngt. Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setti í dag fjámálaráðstefnu sveitarfélaganna. Í ræðu sinni fór Halldór meðal annars yfir fjárhagstöðu sveitarfélaganna. „Sum sveitarfélög hafa komist í gegnum erfiðleikana án mikils niðurskurðar í rekstri og þjónustu á sama tíma og önnur hafa orðið fyrir miklum fjárhagslegum áföllum, sérstaklega þau sem voru í mikillri þenslu á árunum fyrir hrun og skulduðu mikið í erlendum gjaldmiðlum," segir Halldór. Sveitarfélög hafa ákveðin úrræði ef þau lenda í greiðslu- og rekstrarvandræðum, til dæmis að leggja álag á útsvar. Þá getur komið til þess að önnur sveitarfélög komi að uppgjöri eins og nú er að gerast á Álftanesi sem ákveðið hefur verið að fái 300 milljónir króna af 700 milljóna aukframlagi ársins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er hins vegar ranglátt að gera það með þeim hætti sem fyrr segir þar sem einungis sum sveitarfélög, þau hin sömu og þurfa á aukaframlagi að halda greiði inn í slíkt uppgjör. Þess vegna þurfum við að velta fyrir okkur öðrum úrræðum og hugsa fram í tímann. Mér finnst koma til greina að setja upp sérstakan neyðarsjóð sem hugsaður er fyrir slík tilfelli." Hann segir greiðslur úr slíkum sjóð eigi að vera háðar mjög störngum skilyrðum til dæmis um fjárhaldsstjórn, álag á útsvar og fleira. Undir það tekur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Hann er að hugsa þetta fyrir verst stöddu sveitarfélögin og það er alveg ljóst að slíkur neyðarsjóður þarf að vera mjög þröngt skilgreindur. Allar útgreiðslur og sveitarfélögin þurfa að vera búin að nýta alla sína tekjustofna en ég held að það sé eðlilegt að sveitarfélögin skoði þetta. Jöfnunarsjóðurinn hefur verið það að mörgu leyti að hjálpa verst stöddu sveitarfélögunum og það þarf þá að skoða það í sambandi við það," segir Jóhanna. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill setja upp sérstakan neyðarsjóð fyrir sveitarfélög sem lenda í greiðslu- og rekstrarvandræðum. Forsætisráðherra segir að skilgreina þurfi slíkan sjóð mjög þröngt. Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setti í dag fjámálaráðstefnu sveitarfélaganna. Í ræðu sinni fór Halldór meðal annars yfir fjárhagstöðu sveitarfélaganna. „Sum sveitarfélög hafa komist í gegnum erfiðleikana án mikils niðurskurðar í rekstri og þjónustu á sama tíma og önnur hafa orðið fyrir miklum fjárhagslegum áföllum, sérstaklega þau sem voru í mikillri þenslu á árunum fyrir hrun og skulduðu mikið í erlendum gjaldmiðlum," segir Halldór. Sveitarfélög hafa ákveðin úrræði ef þau lenda í greiðslu- og rekstrarvandræðum, til dæmis að leggja álag á útsvar. Þá getur komið til þess að önnur sveitarfélög komi að uppgjöri eins og nú er að gerast á Álftanesi sem ákveðið hefur verið að fái 300 milljónir króna af 700 milljóna aukframlagi ársins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er hins vegar ranglátt að gera það með þeim hætti sem fyrr segir þar sem einungis sum sveitarfélög, þau hin sömu og þurfa á aukaframlagi að halda greiði inn í slíkt uppgjör. Þess vegna þurfum við að velta fyrir okkur öðrum úrræðum og hugsa fram í tímann. Mér finnst koma til greina að setja upp sérstakan neyðarsjóð sem hugsaður er fyrir slík tilfelli." Hann segir greiðslur úr slíkum sjóð eigi að vera háðar mjög störngum skilyrðum til dæmis um fjárhaldsstjórn, álag á útsvar og fleira. Undir það tekur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Hann er að hugsa þetta fyrir verst stöddu sveitarfélögin og það er alveg ljóst að slíkur neyðarsjóður þarf að vera mjög þröngt skilgreindur. Allar útgreiðslur og sveitarfélögin þurfa að vera búin að nýta alla sína tekjustofna en ég held að það sé eðlilegt að sveitarfélögin skoði þetta. Jöfnunarsjóðurinn hefur verið það að mörgu leyti að hjálpa verst stöddu sveitarfélögunum og það þarf þá að skoða það í sambandi við það," segir Jóhanna.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira