Erlent

T-Rex stærri en áður var talið

Sue er stærsta eintak af T-Rex sem vitað er um.
Sue er stærsta eintak af T-Rex sem vitað er um.
Breskir og Bandarískir vísindamenn hafa lokið nýjustu rannsóknum á Tyrannosaurus Rex (T-Rex). Niðurstöðurnar koma mikið á óvart en vísindamennirnir telja að risaeðlan hafi verið mun þyngri en áður var talið. Einnig sýndu sneiðmyndir af beinum risaeðlunnar að unglingsár hennar hafi verið afar róstusöm.

Helsa viðfang rannsóknarinnar var eðlan Sue, sem nú er til sýnis í Chicago. Eftir að hafa vigtað og mælt Sue, sem er fullorðin T-Rex, með leysigeislum komust vísindamenn að því að T-rex hafi verið 9 tonn að þyngd, sem er 30% stærðaraukning frá því sem áður var talið.

Vísindamennirnir komust einnig að því að á unglingsárum sínum hafi T-Rex stækkað tvisvar sinnum hraðar en fyrri rannsóknir bentu til. T-Rex á aldrinum 10-15 þyngdist þannig um 5 kíló á dag.

Mikil matarlyst T-Rex og mikill vöxtur á unglingsárum rennir stoðum undir þá kenningu að risaeðlan hafi verið blóðheit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×