Erlent

Obama boðar aðgerðir gegn Íran

Barack Obama segir hegðun Írans óásættanlega.
Barack Obama segir hegðun Írans óásættanlega. mynd/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær að nauðsynlegt sé að einangra Íran enn frekar vegna meints fyrirhugaðs morðtilræðis á sendirherra Sádí-Arabíu í Washington.

Yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir tilræðið og var einn maður handtekinn. Talið er að sprengju hefði átt að vera komið fyrir á veitingastað sem hefði grandað sendiherranum.

Talsverðar efasemdir er um að hvort að ásakanir yfirvalda í Bandaríkjunum eigi við rök að styðjast.

Yfirvöld í Tehran, höfuðborgar Írans, neita alfarið ásökunum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×