Erlent

Breskur leigubílstjóri gerður að múmíu

Hjónin Alan og Jan Billis áður en líkami Alans var smurður.
Hjónin Alan og Jan Billis áður en líkami Alans var smurður.
Hinsta ósk leigubílstjórans Alan Billis var heldur óvenjuleg. Billis þráði að vera gerður að múmíu eftir að hann félli frá.

Billis datt síðan í lukkupottinn þegar hann sá auglýsingu frá Breskri sjónvarpsstöð sem óskaði eftir að finna sjálfboðaliða sem vildi gefa líkama sinn til smurningar af forn-Egypskum sið. Billis skráði sig og nokkru seinna lést hann úr lungnakrabbameini. Smurningin var framkvæmd og fylgdust tökuvélar Channel 4 með herlegheitunum.

Smurningin tók nokkrar vikur og þegar henni var lokið var orðið ljóst að Billis var fyrsti maðurinn í rúm 3.000 ár sem gengist hefur undir smurningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×