Erlent

Forsetinn kominn til eiginkonu sinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsetahjónin á góðri stundu skömmu fyrir fæðinguna.
Forsetahjónin á góðri stundu skömmu fyrir fæðinguna. mynd/ afp.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er núna kominn á fæðingardeildina til eiginkonu sinnar, Carla Bruni. Hún ól stúlkubarn klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sarkozy gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því að hann var á fundi til að ræða skuldavanda evruríkjanna, eftir því sem BBC greinir frá.

Forsetahöllin í Frakklandi hefur ekki staðfest fréttirnar og ætlar ekki að gefa út yfirlýsingu vegna fæðingarinnar. Ástæðan sem gefin er upp fyrir því er sú að barnsfæðingin sé einkamál forsetahjónanna.

AFP fréttastofan segir að einn nánasti vinur Carla Bruni hafi staðfest fréttirnar af fæðingunni. Sá hafi látið það fylgja með að enn sé ekki komið nafn á stelpuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×