Íslenski boltinn

Páll Viðar: Það er sárt að falla

Henry Birgir Gunnarsson í Keflavík skrifar
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var að vonum niðurlútur eftir að hans lið féll í dag úr Pepsi-deild karla.Þrátt fyrir fallið er Páll klár í að þjálfa Þórsliðið áfram í 1. deild.

"Við náðum ekki að gera það sem við þurftum að gera og því fór sem fór. Við höfum verið í vandræðum á útivelli í sumar og á því varð engin breyting í dag. Viljinn og trúin var samt til staðar," sagði Páll Viðar.

"Svona er fótboltinn og það er okkar hlutskipti að falla að þessu sinni. Við verðum að taka því eins og menn. Við höfum verið lamdir niður áður og nú er ekkert annað að gera en að stokka spilin upp á nýtt," segir Páll Viðar sem er til í að taka slaginn með Þór í 1. deildinni en hann á ár eftir af samningi sínum við félagið.

"Það er sárt að falla því mér finnst strákarnir hafa sýnt í sumar að þeir eigi fullt erindi í þessa deild. Ég er tilbúinn að halda áfram og vonandi á það sama við um strákana. Við höfum verið lamdir niður áður og nú verðum við að rísa aftur upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×