Innlent

Mótmælin rannsökuð

Lögreglan gætti þingmanna um helgina.
Lögreglan gætti þingmanna um helgina.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mótmælin á laugardaginn en að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, þá liggur engin kæra fyrir í málinu.

Þingmaður Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðsson, fékk egg í höfuðið og féll við þegar Alþingi var sett á laugardaginn. Þá fékk myndatökumaður á RÚV einnig egg í höfuðið svo á sá.

Stefán segir að í svona tilvikum séu  upptökur úr myndbandsupptökuvélum skoðaðar og ef tilefni þykir til þá eru mál rannsökuð frekar.

Að sögn Stefáns er ávallt farið yfir mótmæli með þessum hætti, þá sérstaklega ef einhver meiðist.

Enginn lögreglumaður slasaðist við setningu Alþingis á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×