Innlent

Sigmundur Davíð: Jóhanna er alltaf að lofa fleiri störfum

Sigmundur Davíð
Sigmundur Davíð
„Fyrir síðustu kosningar sagðist Samfylkingin vera búin að leggja grunn að 6000 störfum en það hefur ekkert spurst til þeirra," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á Alþingi í kvöld.

Jóhanna kom inn á það í ræðu sinni að ríkisstjórnin ætlaði að skapa 7000 störfum á næstu mánuðum og hér yrðu fjárfestingar fyrir 80 - 90 milljarða. Sigmundur sagði að Jóhanna hefði komið enn einu sinni og sagst ætla að búa til 7000 störf. „Stundum eru þau 2 þúsund og stundum eru þau 4 þúsund en oftast eru þau 7000 þúsund."

Sigmundur Davíð sagði að spár um hagvöxt hefðu ekki staðist. „En þá er brugðist við og spá ennfrekar hagvexti í framtíðinni," sagði hann. Ekki væri rétt að bera afkomu ársins 2008 við næsta ár, því þá hafi allur kostnaðurinn fallið á ríkið, en Jóhanna sagði í ræðu sinni að árið 2008 hafi verið 215 milljarða halli á ríkissjóði miðað við 18 milljarða halla á næsta ári.

Þá sagði hann að margir hefðu velt því fyrir sér hvernig staðan væri hér á landi ef aðrir hefðu verið við völd. „Svarið er einfalt og það er stutt. Svarið er já," sagði hann og benti á að staðan væri miklu betri ef Framsóknaflokkurinn hefði verið við völd. Almenningur vissi hvar hann væri staddur, fyrirtæki gætu fjárfest og ráðið til fólk og fólk þyrfti ekki að flytja til útlanda.

Hægt er að lesa ræðu Sigmundar Davíðs í heild sinni á heimasíðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×