Innlent

Vill að ríkislögreglustjóri víki á meðan rannsókn stendur

Róbert Marshall
Róbert Marshall
Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Róbert Marshall, vill að ríkislögreglustjóri víki á meðan rannsókn fer fram á innkaupum embættisins. Þessi orð lét þingmaðurinn falla í Morgunútvarpi Rásar 2.

Róbert sagði að honum þætti verst að trúverðugleiki ríkislögreglustjóra hefði beðið hnekki vegna niðurstöðu ríkisendurskoðunar, sem segir ríkislögreglustjóra hafa farið á svig við lög við innkaup á óeirðarbúnaði.

Róbert sagði ennfremur að hann gæti ekki fellt neina dóma yfir ríkislögreglustjóranum en málefnið er til skoðunar hjá innanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×