Innlent

Tóbaksfanta leitað: Neyddu tíu ára dreng til þess að reykja

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn.
Lögreglan á Selfossi lýsir eftir þremur mönnum sem eru grunaðir um að hafa neytt tíu ára gamlan dreng til þess að reykja.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni átti árásin sér stað þann 7. september síðastliðinn í Skrúðgarðinum í Þorlákshöfn á milli sex og sjö síðdegis. Mennirnir veltu drengnum upp úr moldinni áður en þeir þvinguðu hann til að reykja sígarettu

Lýsing lögreglunnar á tóbaksföntunum er eftirfarandi: Einn þeirra er talinn vera 170 til 175 sentimetrar á hæð. Hann er stærstur þeirra. Sá er með mikið hár og topp greiddan til hliðar. Hann var klæddur í svarta peysu og hvíta skó.

Annar reykfanturinn var þybbinn, ljóshærður með stutt hár klæddur í rauða hettupeysu og bláar gallabuxur.

Þriðji maðurinn var ljósbrúnn á hörund með dökkt hár í hvítum bol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×