Innlent

Hagsmunasamtökin ætla ekki að vera með í sérfræðingahópnum

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Hagsmunasamtök heimilanna ætla ekki að taka þátt í hópi fulltrúa úr stjórnkerfinu og fjármálageiranum, sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði í gær að yrði endurvakinn með aðild Hagsmunasamtaka heimilanna.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að Jóhanna hafi ekki borið þetta undir þau, áður en hún tilkynnti um aðild þeirra að hópnum og að þau séu ekki tilbúin til að taka aftur þátt í því leikriti sem sett var upp með sömu aðilum í fyrra, þar sem sjónarmið samtakanna voru blásin út af borðinu.

Samtökin vilja hinsvegar hefja viðræður við forsætisráðherra um breytta nálgun á viðfangsefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×