Innlent

Álftanes fær milljarð í þrjú ár ef sveitarfélagið verður lagt niður

Álftanes
Álftanes
Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu þrjú árin, með því skilyrði að sameinast öðru sveitarfélagi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en þar var einnig sagt að náðst hefur samkomulag við lánadrottna um að afskrifa fjóra milljarða króna.

Í frétt RÚV segir að ákvörðun jöfnunarsjóðsins hafi verið á borði ríkisstjórnarinnar til að bjarga fjárhag sveitarfélagsins. Skuldir sveitarfélagsins séu um 7,5 milljarðar króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×