Erlent

Palestína sækir um aðild að UNESCO

UNESCO vinnur að friði og öryggi með því að efla alþjóðlegt samstarf aðildaríkja sinna.
UNESCO vinnur að friði og öryggi með því að efla alþjóðlegt samstarf aðildaríkja sinna. mynd/AFP
Stjórn UNESCO hefur ákveðið að kjósi skuli um aðild Palestínu að ráðinu.

Fjörutíu af 58 meðlimum ráðsins studdu aðildarumsókn Palestínu. Fjögur aðildarlönd kusu á móti umsókninni á meðan 14 lönd sátu hjá. Bandaríkin, Ísrael og Frakkland eru afar mótfallin aðild Palestínu að UNESCO og telja þjóðirnar að samningaviðræður við Ísrael séu eina leiðin fyrir Palestínu til að öðlast sjálfstæði.

Umsóknin verður tekin fyrir undir lok mánaðarins og munu þá 193 aðildarþjóðir kjósa endanlega um setu Palestínu í UNESCO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×