Erlent

Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum

Tomass Tranströmer.
Tomass Tranströmer.
Sænska skáldið Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið en Nóbelsakademían tilkynnti það í Stokkhólmi í dag.

Tranströmer er á meðal þekkustu skálda Norðurlanda en hann er fæddur árið 1931. Fyrsta ljóðasafn hans kom út árið 1954 og hefur hann hlotið margvíslegar viðurkenningar á ferlinum. Árið 1990 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina „För levande och döda" og kom hún út á íslensku í bókinni „Tré og himinn" í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×