Erlent

Obama gagnrýnir fulltrúadeildina

Obama er afar ósáttur með vinnubrögð fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Obama er afar ósáttur með vinnubrögð fulltrúadeild Bandaríkjaþings. mynd/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann muni beita öllum brögðum til að fá atvinnufrumvarp sitt samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Frumvarpið hefur mætt mikilli mótstöðu í fulltrúadeildinni og hafa Repúblikanar, ásamt hópi Demókrata, neitað að samþykkja umbætur Obama. Bandaríkjaforseti sagðist ætla að hamra frumvarpið í gegnum fulltrúadeildina, jafnvel þó að hann þurfi að hluta frumvarpið niður. Sagðist hann vilja fá útskýringu á mótstöðu Repúblikana við lykilþætti umbótanna.

Stuttu eftir að frumvarpið var kynnt hélt Obama í ferð um Bandaríkin til að útskýra fyrir almenningi þau jákvæðu áhrif sem samþykkt þess myndi hafa.

Obama segist vera orðinn þreyttur á þingi sem aðhefst ekki í mikilvægum málum. Sjálfur sagðist hann ekki geta barist við þögult þing, slíkt væri ómögulegt - einungis almenningur í Bandaríkjunum gæti neytt þingið til aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×