Erlent

Obama og Pelosi fagna mótmælum

Obama á blaðamannafundi í dag.
Obama á blaðamannafundi í dag. mynd/AFP
Nancy Pelosi, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, fagnaði í dag krafti og áræðni mótmælenda í Bandaríkjunum. Hún sagði mótmælin vera sjálfsprottin, einbeitt og að þau muni bera árangur.

Pelosi er leiðtogi minnihluta Demókrata í Fulltrúadeildinni.

Barack Obama lofaði mótmælin fyrr í dag og sagði að kraftur mótmælenda myndi enduróma í forsetakosningunum á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×