Erlent

Wikipedia mótmælir frumvarpi Berlusconi

Wikipedia hefur lokað Ítalskri síðu sinni.
Wikipedia hefur lokað Ítalskri síðu sinni.
Frjálsa alfræðiritið Wikipedia hefur lokað ítölsku síðunni sinni. Var þetta gert í mótmælaskyni gegn áætluðum lögum sem myndu neyða útgáfur til að birta breytingar á greinum innan 48 klukkutíma frá birtingu.

Frumvarpið myndi einnig banna dagblöðum að birta afrit af hlerunarupptökum á meðan mál eru enn í undirbúningi. Fyrir stuttu birti dagblað upplýsingar sem greindu frá kynlífsævintýrum Silvio Berlusconi.

Í tilkynningu frá Wikipedia segir að lögin séu árás á undirstöður síðunnar. Þannig yrði hlutleysi, frelsi og rökstuðningi heimilda ógnað verði lögin samþykkt.

Með því að gera útgáfur skyldugar til þess að birta leiðréttingar og afsökunarbeiðnir, án þess að mál séu sett í dómnefnd, heftir frelsi þeirra að mati forsvarsmanna Wikipedia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×