Innlent

Írskur svindlari handtekinn - blekkti kráareiganda á Íslandi

Maðurinn er talinn hafa blekkt kráareiganda hér á landi.
Maðurinn er talinn hafa blekkt kráareiganda hér á landi.
Bandaríska lögreglan í Denver, Colarado, handtók í haust írskan svindlara sem virðist hafa komið við á Íslandi og svikið stórfé út úr einstaklingum hér á landi.

Írinn, sem heitir Kevin Barry McAuley, sagðist vera fyrrverandi hermaður. Hann var handtekinn í Bandríkjunum fyrir að hafa skrifað upp á innistæðulausa tékka fyrir 55 þúsund dollara auk þess sem hann sveik allt mögulegt út úr grunlausu fólki í nágrenni sínu.

Í ljós kom að Írinn hafði verið hér á landi. Þannig er greint frá því á vefsíðunni Independent record, að McAuley hafi verið hér á landi árið 2009. Þá starfaði hann á írskum bar ásamt kærustu sinni. Svo virðist sem McAuley hafi logið að öllum hér heima að hann væri fyrrverandi hermaður. Þannig sagðist hann hafa þjónað föðurlandinu sem leyniskytta í Afganistan og barist að auki í Líbanon og Kúvait.

Þetta reyndist vera rugl.

Maður, sem segist hafa aðstoðað parið hér á landi, segir í fréttinni að McAuley hefði féflett eiganda írsks bars í Reykjavík og rænt barinn að auki í skjóli nætur og tekið með sér um hundrað þúsund krónur.

Bandarísk yfirvöld stefna á að framselja McAuley til Írlands en hann hefur játað að hann sé ekki með réttindi til þess að vera í landinu í annað skiptið á fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×