Innlent

Fundu fíkniefni og sveðju í húsleit

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint Úr safni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkra tugi gramma af ætluðu amfetamíni og marijúana við húsleit í Reykjavík í dag.

Á sama stað var einnig að finna sveðju og stera og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að húsráðandi, karl um þrítugt sem hefur áður komið við sögu lögreglu vegna dreifingu fíkniefna, hafi verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Lögregla segir hann vera félaga í velþekktum vélhjólaklúbbi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×