Erlent

Eftirsóttur hryðuverkamaður var uppáhald CIA

Haqqani er eftirsóttasti hryðuverkamaður Bandaríkjanna.
Haqqani er eftirsóttasti hryðuverkamaður Bandaríkjanna. mynd/AFP
Jalaluddin Haqqani er nú efstur á lista Bandaríkjamanna yfir eftirlýsta hryðuverkamenn. Komið hefur í ljós að Haqqani var á sínum tíma styrktur af Bandaríkjunum.

Herlið Haqqani er talið vera hættulegasta uppreisnarlið Afghanistans.

Völd Haqqani má rekja til verkefnis Bandaríkjahers á níunda áratugnum, þegar innrás Sovétmanna í Afghanistan stóð sem hæst. Bandaríkjaher fjármagnaði og stóð fyrir þjálfun á hérskáum múslimum. Þessar herdeildir, þekktar sem mujahideen, áttu að koma í veg fyrir algjöra stjórn Sovétmanna í Afghanistan..

Vísbendingar eru um að CIA hafi haldið upp á Haqqani og að hann hafi fengið nær ótakmarkað fjármagn og vopn.

Peter Tomsen, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Afghanistan, sagði í dag að CIA hefði gefið Haqqani úrræði til að byggja upp herlið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×